MSK 2013 lokið.
Þetta er svo einfalt að það tekur því varla að skrifa eitthvað hérna. En jæja úr því þú ert að lesa þetta þá skal ég halda áfram.
Keppnin skiptist í tvo hluta.
Þátttakendur byrja á því að senda inn lag fyrir fyrsta hlutann ásamt dulnefni fyrir uppgefið deadline.
Þátttakendur munu fá póst þar sem fram kemur hvar má nálgast lögin og hvar á að kjósa um þau.
Allir þátttakendur verða að skila inn atkvæðum. Þeir þátttakendur sem ekki skila inn atkvæðum fá 0 stig fyrir sitt lag frá öllum þátttakendum.
Þegar fyrsta lagið er í loftinu þá senda þátttakendur inn lag fyrir næsta hluta og sín atkvæði áður en uppgefið deadline rennur upp. Engar undantekningar.
Tími á milli umferða þar sem þið getið fundið nýtt lag og sent inn stig eru 3-4 dagar.
Deadline eru á þriðjudögum og föstudögum kl 18:00.
Munið að athuga vel bannlistann áður en send eru inn lög. Í ár eru öll lög sem áður hafa verið send í MSK bönnuð ásamt Rolling Stones Top 500 best songs ever. Hér er hægt að leita í Bannlistanum.
Sigurvegarinn getur í heilt ár kallað sig MSK meistara og fær að launum að velja fyrsta þemað fyrir MSK 2014.
Ef eitthvað er óljóst þá er lítið mál að senda póst á mig á hawkhalf@gmail.com.