MSK 2009 - online edition lokið:

Til hamingju Svenni.

Svenni kom sá og sigraði með yfirburðum. Þess má geta að hann hefur unnið sér inn viðurkenningarskjal og þrjár saltstangir. Einnig fær hann að velja fyrstu regluna fyrir MSK 2010 - online edition.

Hér vinstra megin má sjá lokastöðuna en það er auðvitað mun gáfulegra að fara beint á "Stig og staða" til að sjá þetta almennilega.

Ýmsir áhugaverðir punktar:

Lagið sem skoraði hvað hæst meðalstig (það er heildarstig deilt með fjölda þeirra sem gáfu stig) var "Nick Cave & Kylie Minogue - Where the Wild Roses Grow" og fékk það næstum einu hálfu stigi fleira en næsta lag fyrir neðan sem var "Arctic Monkeys - I Bet You Look Good On The Dancefloor"

Óli átti tvö neðstu lögin miðað við meðaltalsgjöf. Hann fékk að meðaltali 0,63 stig fyrir lagið í fyrsta hluta; "Friendly Fires - Jump in the Pool" og lagið í fjórða hluta "Dúné - Bloodlines" fékk 0,68 stig að meðaltali.

Svenni lennti aldrei neðar en í 4. sæti í neinum hluta (eiginlega 3 sæti þar sem tveir voru með sama lagið fyrir ofan hann þegar hann varð í 4. sæti)

Svenni vann fyrsta hluta, svo unnu Anna Lind og Raggi annan hluta, svo unnu Svenni, Snorri og Jón Ívar þriðja hluta og loks Svenni og Hildur Jóna fjórða hluta.

Svenni vann því 3 af fjórum hlutum sem hlýtur að vera heimsmet... ja allavega MSK met.

Ég á konu með góðan smekk því hún gaf mér 42 af þeim 131 stigi sem ég fékk :)

Einungis 3 duttu úr keppninni og er það mun minna en ég bjóst við í upphafi.

Takk fyrir frábæra þátttöku og ég læt ykkur öll vita þegar MSK 2010 - online edition hefst. Hver veit nema ég verði með smá aukakeppni fyrir áramót, eitthvað verð ég að hafa fyrir stafni ;)

Öll deadline búin en ég bara tímdi ekki að eyða þessum ramma :)


Dauðaspaðinn Dauðaspaðinn F1 leikur MusikSmekksKeppnir Pókerklúbburinn 3 Pör Myndir Video Ýmislegt