MSK-online edition (MusikSmekksKeppnin) er lítil keppni þar sem þátttakendur velja lög sem þeir telja að muni fá fleiri stig en þau lög sem hinir velja. Velja þarf lög eftir ákveðnum reglum (þema). Þátttakandinn sendir inn lagið eða nafn og flytjanda til mín (hawkhalf@gmail.com) og síðan verða öll lögin sett á þessa síðu svo allir geti hlustað á lög hinna.
Eftir að þú ert búinn að hlusta á lögin þá gefur þú þeim stig eftir smekk og þannig er fundið út hvert okkar er með besta smekkinn eða er best í því að velja lög sem það telur að fái flest stig.
Keppnin skiptist í 4 hluta þar sem það verða 4 "þemu" fyrir þau lög sem þið veljið. Um leið og lag nr. 1 fer af stað verður upplýst um regluna (þemað) fyrir lag nr. 2 og hvenær deadline er að senda það inn og senda inn stigin fyrir lag nr. 1.
Allir sem eru með þurfa að senda inn lög og þurfa einnig að gefa stig. Sá sem ekki gefur stig fær engin stig.
ATH bannlistann áður en send eru inn lög. Í ár eru öll lög sem áður hafa verið send í MSK bönnuð ásamt Top 500 best songs ever. Hér er hægt að leita í Bannlistanum.
Þetta skýrist kannski best á því að skoða eldri keppir.