hawkhalf.com

Top 10 yfir nýleg Eurovison lög.

Skrifað fyrir Dauðaspaðann 23. maí 2008.

Fyrir Eurovision í fyrra gerði ég top 10 lista yfir bestu íslensku Eurovisionlögin að mínu mati. Nú mig langaði að gera stærra verkefni núna og búa til top 10 lista yfir bestu Eurovisionlög ever (mínus Ísland). En það er of stór biti svona kvöldið fyrir keppni svo ég ætla að láta mér duga að gera top 10 lista yfir bestu Eurovision lög sem komið hafa upp seinustu árin eða frá því að eurodrykkjuleikurinn fæddist í mínum vinahóp. ATH að íslensk lög fá ekki að koma á þennan lista.

Heiðurssætið) Antique - Die For You (Grikkland - 2001 - 3. sæti)
Varð að hafa þetta lag með þar sem í minningunni er þetta lagið sem kveikti hjá mér alvöru áhuga á Eurovision. Ótrúlega catchy lag og jú ég sá það jú live í Parken svo þetta lag á heima á listanum ofar öllum öðrum.

10) Leave me alone - Hanna (Finnland - 2007 - 17. sæti)
Lordi ætti kannski að eiga fulltrúa hér frekar en Hanna. En þar sem þetta er minn listi ræð ég. Þetta lag fíla ég frábærlega. Ef það hefði ekki átt fast sæti í úrslitunum þá hefði það sennilega ekki komist upp úr forkeppninni, eins og svo mörg lög á þessum lista . En svona er minn smekkur glataður.

9) Kate Ryan - Je T'adore (Belgía - 2006 - 26. sæti)
Ætlaði svo að halda með sigurlaginu þetta árið. En eins og svo oft áður þá komast mín uppáhaldslög ekki uppúr undankeppninni. Flott lag og flott gella... en það virkar víst ekki alltaf.

8) Ruslana Lyzhicko - Wild Dances (Ukranía - 2004 - 1. sæti)
Eina lagið á mínum lista sem virkilega vann Eurovision og gerði það með stæl. Þarna kom hún trommandi sveitt og með attitude. Virkilega flott atriði og flott lag.

7) Natalia Barbu - Fight (Moldóva - 2007 - 10. sæti)
Dúndursmellur sem grip mann strax. Ef ég hefði ekki haldið með Finnlandi þetta árið þá hefði þetta verið lagið. Það venst meira að segja betur en Finnska lagið svo það er ofar á listanum.

6) Mihai Traistariu - Tornero (Rúmenía - 2006 - 3. sæti)
Varð að halda með þessu lagi árið 2006 eftir að Belgía datt út. En vá þetta vandist og gerði mikla lukku í partýinu. Nær því nokkuð ofar en Belgía á þessum ótrúlega vandaða lista.

5) Omar Naber - Stop (Slóvenía - 2005 - 26. sæti)
Þetta lag þarf að byrja og það vel. Verðið að hlusta á það til enda til að skilja fílinginn í því. Flott flott lag sem er sennilega það rólegasta á þessum lista.


4) Forogj Világ - Nox (Ungverjaland - 2005 - 12. sæti)
Svolítið svona spúkí til að byrja með en verður svo alveg dúndur Eurovisionlag. Pínu þjóðlegt og svona með Rússlana trommum og læti inn á milli.

3) Anzej Dezan - Mr Nobody (Slovenía - 2006 - 30. sæti)
Dúndur stuð hér. Ég kemst alltaf í stuð þegar ég heyri þetta... já alvöru Eurovisionstuð. Þetta á svo sannarlega heima á þessum lista. Hækkun og allt. Komst ekki í úrslitin og endaði meira að segja neðar en Silvía Nótt. Slóvenía eina þjóðin með tvö lög á þessum lista og bæði komust ekki úr undankeppninni.

2) t.A.T.u - Ne Ver', Ne Bojsia (Rússland - 2003 - 3. sæti)
Þetta er snilldarlag með snilldargellum. Hvað klikkaði??? Af hverju vann það ekki??? Live performance hjá þeim lessum var bara ekki nægilega sterkur.

1) DJ, take me away - Deep Zone & Balthazar (Búlgaría - 2008 - 26.-43. sæti)
Þetta lag er bara einfaldlega besta Eurovisionlag sem gert hefur verið. Af hverju það komst ekki lengra en raun bar vitni? Jú söngkonan klúðraði því. Það er víst mikils virði í þessari keppni að kunna syngja live. Ef það skipti ekki máli væri þetta LANG besta Eurovisionlag ever.

Vona að þið njótið vel og gangi okkur vel á morgun :)

 



Dauðaspaðinn Dauðaspaðinn F1 leikur MusikSmekksKeppnir Pókerklúbburinn 3 Pör Myndir Video Ýmislegt