hawkhalf.com

Eurovision Top 10 íslensk lög.

Skrifað fyrir Dauðaspaðann 9. maí 2007.

Þá ætla ég að kynna minn Top 10 lista yfir bestu íslensku framlögin sem kepptu fyrir Íslands hönd í gegnum tíðina. Þetta er listi sem tók mörg ár að útbúa :)

  1. Open Your Heart – Birgitta Haukdal – 2003 Birgitta er bara svo sæt að þetta gat ekki klikkað. Lagið er líka lang besta Eurovisionlagið sem við höfum sent að mínu mati. (þetta er jú minn listi). Af hverju unnum við þá ekki? Jú hún var fyrst á sviðið og það höfðu aldrei fleiri lönd verið (fyrr né síðar á úrslitakvöldi) með svo þetta var langt kvöld. (9.sæti)
  2. Tell Me – Einar Ágúst og Thelma – 2000 Vá þetta er mesta stuðlagið sem við höfum sent. Danskir samnemendur mínir kunnu textan við þetta lag betur en ég og það segir nú allt sem segja þarf. Eina Eurovisionlagið sem ég hef dansað ber að ofan við uppi á borði á bar. (12.sæti)
  3. Gleðibankinn – ICY – 1986 Þetta lag er nú bara frábært. Gaman að þetta lag skildi vera frumraun okkar því það eldist ansi vel sem Eurovisionlag. Í hugum okkar unnum við þetta árið. (16.sæti)
  4. All Out Of Luck – Selma – 1999 Fyrsta skiptið sem við sungum á ensku. Besti árangur okkar hingað til. 2. sæti. Selma stóð sig vel og var frábær á sviði og lífleg. Akkúrat það sem þarf til að vinna. Sænska stórbrjósta gellan vann með stolnu lagi og stórum brjóstum. Við eigum enn eftir að prufa þá formúlu. (Eða hvað var Anna Mjöll sú formúla?) (2.sæti)
  5. If I Had Your Love – Selma – 2005 Selma aftur. Já. Hvað klikkaði núna. Jú allir kenna dressinu um sem var horror og hafði örugglega áhrif því lagið var ekkert síðra en lagið á undan sem gaf okkur 2. sætið. Lagið er gott og grípandi og mér fannst myndabndið nokkuð skemmtiegt. Var í vafa hvort Selmu lagið ætti að vera hvar svo eiginlega eru Selmu lögin saman í 4-5 sæti. (16. sæti í undankeppni)
  6. Það sem engin sér – Daníel Ágúst – 1989 Dularfullt og spúkí. 0 stig og auðvitað neðsta sætið. Þetta lag er samt flott. Öðruvísi, en alls ekki Eurovisionlag sem sannaðist á stigafjöldanum. (22. sæti)
  7. Minn hinsti dans – Páll Óskar – 1997 Páll Óskar varð nú að taka þátt. Hann var flottur á sviðinu og þó svo lagið sé ekki alveg að gera sig þá var hann svo flottur að hann kemst auðveldlega á þennan lista. (20. sæti)
  8. Congratulations – Silvía Nótt – 2006 Silvía er snillingur og hefði alveg getað gert betur ef hún hefði aðeins slakað á í að tala niður til allra. Lagið finnst mér ágætt og hún átti svo sem vel skilið að fara en þó held ég að eitt besta lagið sem samið hefur verið fyrir þessa keppni varð eftir heima þetta árið. (Regína Ósk) (13. sæti í undankeppni)
  9. Þá veistu svarið – Ingibjörg Stefánsdóttir – 1993 Ég man enn eftir sexý kjólnum hennar í keppninni. Lagið fannst mér alltaf (og finnst) nokkuð gott. Hún kemst á listann útaf því að sexý-heitin og lagið virkuðu svo vel saman. (13. sæti)
  10. Þú og þeir – Beatoven – 1988 Hressandi og skemmtilegt. Það virkaði þó ekki að senda lag með öll þessi nöfn. Tilraunin til að láta Evrópubúa skilja málið okkar á lúmskan hátt klikkaði. En stuðlag er það og á vel heima á þessum lista þó það reki lestina. (16. sæti)

Ég gerði einnig top 5 lista yfir þau lög sem voru í undankeppninni hér heima en töpuðu fyrir ýmist betri eða verri lögum.


  1. Þér við hlið – Regína Ósk – 2006 Regína gerði þetta ótrúlega vel og ég fæ enn gæsahúð þegar hún tekur háu nóturnar. Ef Silvía hefði verið eitthvað annað ár hefði Regína farið út og án efa komið okkur mjög ofarlega.
  2. Segðu mér – Jónsi – 2007 Já sama hvað hver segir þá hefði þetta lag átt að vinna í ár. Eiríkur er ok en lagið kemur okkur ekki langt (vonandi þarf ég að éta þessi orð ofan í mig – and I will). Þetta lag með Jónsa er það kraftmikið að það er í raun meira rock en það sem Eiríkur er með. Jónsi... ef þú hefðir bara verið IN í ár værir þú úti í Finnlandi núna.
  3. Lífið er lag – Model – 1987 Eiríkur okkar hefði átt að vinna þetta árið í staðinn fyrir Hægt og hljótt. Þetta er frábært 80’s lag sem hefði hugsanlega (sennilega ekki) gert ágætis hluti.
  4. Karen – Bjarni Ara – 1992 Þetta lag hefði nú sennilega ekki gert neitt betur en Nei eða Já með Heart2Heart (Siggu Beinteins og hinni söngkonunni þarna) og líklega verr, en lagið er þrusugott. Karen er líka fallegt nafn.
  5. Sá þig – MMM og Þórey Heiðdal Veit ekki hvaða ár þetta var því ég bjó úti í DK og sá ekki forkeppnina. Féll þó fyrir þessu lagi þegar ég loksins heyrði það. Hefði alveg getað gert góða hluti. Mjög grípandi við fyrstu hlustun. (er þetta kannski ekki Eurovisionlag?)

 



Dauðaspaðinn Dauðaspaðinn F1 leikur MusikSmekksKeppnir Pókerklúbburinn 3 Pör Myndir Video Ýmislegt