Þetta er svo einfalt að það tekur því varla að skrifa eitthvað hérna. En jæja úr því þú ert að lesa þetta þá skal ég halda áfram.
Keppnin skiptist í nokkrar umferðir (fer eftir fjölda þátttakenda). Hver umferð hefur sitt þema.
Þátttakendur byrja á því að senda inn lag fyrir fyrsta hlutann ásamt dulnefni fyrir uppgefið deadline.
Þátttakendur munu fá póst þar sem fram kemur hvar má nálgast lögin og hvar á að kjósa um þau.
Allir þátttakendur verða að skila inn atkvæðum. Þeir þátttakendur sem ekki skila inn atkvæðum detta sjálfkrafa út úr keppninni.
Þátttakendur senda inn lag fyrir næsta hluta og sín atkvæði áður en uppgefið deadline rennur upp. Engar undantekningar.
Munið að athuga vel bannlistann áður en send eru inn lög. Í ár eru öll lög sem áður hafa verið send í MSK bönnuð ásamt Rolling Stones Top 500 best songs ever. Hér er hægt að leita í Bannlistanum.
Ef eitthvað er óljóst þá er lítið mál að senda póst á mig á hawkhalf@gmail.com