Hvað er í gangi núna:

Bara ekkert í gangi nema bíða eftir næsta MSK :D

5. umferð - úrslit

Það verður nú að byrja á því að óska Einari Val Gunnarssyni fyrir sigurinn í MSK knockout edition 2012. Hann er vel að sigrinum kominn og tók úrslitarimmuna nokkuð örugglega, eða fékk 12 atkvæði á móti 6.

Hann fær í verðlaun að sjálfsögðu gífurlegan heiður og upphef og svo auðvitað að velja fyrsta þemað í næsta MSK knockout edition.

Til hamingju

Svona komst Einar í gegnum keppnina:

  1. Kavinsky & Lovefoxxx - Nightcall komst áfram í frystu umferð ásamt The xx - Crystalised en þessi tvö lög unnu Silversun Pickups - Lazy Eye (11 atkvæði fékk Einar og hin 8 og 5 atkvæði)
  2. Nirvana - Lake Of Fire vann lagið Adele - Set Fire To The Rain (11 atkvæði á móti 6)
  3. Violent Femmes - Blister in the Sun vann lagið Bonnie Prince Billy - I see a darkness (14 atkvæði á móti 4)
  4. Valdimar - Yfirgefinn vann lagið Prinspólo - Niðrá strönd (10 atkvæði á móti 6)
  5. Og loks The Black Keys - Lonely Boy vann lagið New Order - True Faith ('94) (12 atkvæði á móti 6)

 

Hér má sjá fjölda stiga, súlurit, nöfn laga ofl: http://goo.gl/jsNX5

Undir "Staðan" sjáið þið útsláttartréið.

Undir "Þátttakendur" sjáið þið í hvaða sæti hver lenti í (eftir að þeir detta úr keppni).

 

Í haust er svo von á næstu umferð í MSK... þið getið farið að hlakka til :D - Valdís þú verður tilbúin með fyrsta þemað þar sem þú vannst seinast MSK online edition. Það má þó vænta þess að það verði breytt snið á því.

Takk fyrir að taka þátt og takk til þeirra sem kusu þrátt fyrir að detta út :D


Dauðaspaðinn Dauðaspaðinn F1 leikur MusikSmekksKeppnir Pókerklúbburinn 3 Pör Myndir Video Ýmislegt