hawkhalf.com

Eurovision Top 6 WTF listinn.

Skrifað fyrir Dauðaspaðann 9. maí 2011.

Ég hef haft það fyrir hefð að setja upp einhvern top lista fyrir Eurovision. Stundum hef ég reyndar gleymt því en ég hef þó gert listann “Eurovision Top 10 íslensk lög.” og “Top 10 yfir nýleg Eurovison lög” og svo einhverjir listar sem ég man ekki eftir.Þessi listi er minn listi yfir úrslit sem mér fannst óvænt, ósanngjörn eða á einhvern hátt eiga verðskuldað að heimsækja þennan lista. ATH að þetta er bara minn listi og ég leitaði mér hvergi upplýsingar um þetta á netinu heldur geri þetta eftir minni.

 

6) Ísland – Forkeppni – Regína Ósk

Frábært lag sem fúlt er að komst ekki áfram. Og þó… ef þetta hefði farið út þá hefði Silvía Nótt setið heima og ekki hefði ég viljað að Silvía hefði ekki sett sína stafi í Eurovisionsöguna. Hér er ég því bara svekktur yfir að Regína skildi hafa sungið þetta lag á sama tíma og Silvía sæta var með. Því miður fann ég ekki neitt video við þetta lag svo þið fáið ekkert að heyra neitt.

 

Euroband5) Ísland – Eurobandið (2008)

OK ég er kannski pínu ósanngjarn að hafa þetta á listanum. Náðum 14. sæti með þessu lagi, en mér finnst þetta svo vel gert hjá þeim skötuhjúum og flott Eurovisionlag að ég skil ekki að það náði ekki allavega inn á top 10.

 

4) Ísland – Forkeppni – Jónsi

Þetta ár vann Eiríkur Hauksson með frekar glatað lag og því er ég sár yfir því að þessi rokkballaða fékk ekki frekar að spreyta sig í Finnlandi. Svekk, því þetta er eitt af mínum uppáhalds íslensku Eurovisionlögunum.

 

3) Finnland – Leave me alone (2007)

Þetta lag var spilað af Finnum í Finnlandi árið eftir að Lordi rokkaði Eurovision. Þetta lag lenti aðeins í 17. sæti sem ég skil ekki miðað við allt hitt krappið. Já þetta lag á klárlega heima á þessum lista mínum enda um að ræða lag sem er fjórða mest spilaða lag í tölvunni hjá mér samkvæmt LastFM.

 

2) Búlgaría - DJ, take me away (2008)

Halló… flottasta Eurovisionlag frá upphafi alda og það komst ekki einu sinni áfram. Þetta er bara snilldarlag en ég veit hvað klikkaði. Söngkonan klúðraði þessu algjörlega á sviðinu sem er ferleg synd því ja segjum ef Regína Ósk hefði sungið þetta að þá værum við að tala um sigur.

 

Anna.Bergendahl1) Svíþjóð – This is my life (2010)

Að þetta lag skildi ekki hafa komist upp úr undankeppni er mér algjörlega óskiljanlegt. Ótrúlega fallegt lag með stelpu sem er svo mikil dúlla að ég hefði haldið að hún bræddi fleiri hjörtu en bara mitt. Möst að horfa á videoið til að skilja hvað ég á við.

 

 



Dauðaspaðinn Dauðaspaðinn F1 leikur MusikSmekksKeppnir Pókerklúbburinn 3 Pör Myndir Video Ýmislegt