Quiz 1
Frægur tónlistarmaður spilaði lagið sem er hér að neðan (klikkið á QUIZ 1 hér að neðan til að heyra). Eitt frægt poppband tók lagið hans og notaði það. Byrjunin sem heyrist hér er reyndar frá því lagi. Upprunalegur höfundur syngur reyndar með þessu poppbandi í laginu. Spurningarnar eru 4 og hvert rétt svar gefur 1 stig. Hver er upprunalegi tónlistarmaðurinn sem spilaði þetta lag? Hvað heitir lagið í hans flutning? Hvað heitir popphljómsveitin sem söng það fyrir 1-3 árum? Hvað hét lagið með þeim?



QUIZ 2


Hér sést óljóst plaggat af bíómynd... (reyndar er þetta framan af DVD). Spurningarnar eru einfaldar. 1 stig fyrir hvert rétt svar.

1. Hvaða mynd er þetta?
2. Hver er aðalleikarinn?
3. Um hvað fjallar myndin?



QUIZ 3

Næsta quiz kemur hér. Sem fyrr klikkið á QUIZ 3 hér að neðan til að heyra bútinn sem spurningin fjallar um. Spurningarnar eru 3:

1.Hvað heitir myndin?
2.Hvað heita 2 aðalleikarar myndarinnar?
3.Hvað hétu 2 aðalpersónur myndarinnar?





QUIZ 4

Ég lofaði ykkur allskonar getraunum í þetta skiptið og hér kemur eitthvað nýtt fyrir ykkur. Hér þurfið þið að færa bendilinn um myndina til að reyna að sjá hver þetta er. Hægt er að fá 2 stig fyrir þetta quiz. Spurningarnar eru:

Hver er manneskjan?
Fyrir hvað er hún mest þekkt?

Klikkið til að sjá myndina.


QUIZ 5

En þá er það næsta Quiz. Hér er spurt um:

1. Flytjandi?
2. Lag?




QUIZ 6

Það eru þrjú lagabrot sem þið eigið að þekkja. Klikkið á 1,2 og 3 til að heyra þau. Spurt er um:

1. Flytjanda og nafn lags í öllum þrem lögunum. Hægt er að skora 1 stig fyrir hvert rétt svar. Þ.e. 1 stig fyrir hvern flytjanda og 1 stig fyrir hver lag. Samtals 6 stig.
2. Hvað eiga þessir flytjendur sameiginlegt. Hér er ég að vonast eftir einu réttu svari og 2 stig eru í boði fyrir þann sem getur það rétt.



QUIZ 7

.
Spurt er um plötu (album) og listamann. Her að neðan má sjá glitta í plötu. Hver er listamaðurinn sem gaf hana út og hvað heitir platan. 2 stig í boði.




QUIZ 8

Já nú er þetta aðeins öðruvísi og nú ætla ég að kanna gáfur ykkar. Hér sjáið þið mynd af landi. Spurt er um hvaða heitir landið og hvað er höfuðborgin í því. 1 stig fyrir hvort svar... Held nú að ef einhver getur landið þá veit sá sami höfuðborgina :)



QUIZ 9

Klikkið á kassan hér að neðan til að heyra bút úr bíómynd. Spurt er um hvað heitir myndin? Hver er leikarinn sem talar? Hvað heitir karakterinn sem talar? 3 stig í boði.




QUIZ 10

Og þá er komið að quiz nr. 10 í Quizmeistaranum . Í þetta sinn sjáum við plaggöt frá 7 bíómyndum. Hægt er að vinna gommu af stigum hér.

Giskið á mynd og einn aðalleikara þeirrar myndar og þið fáið 1.stig. 7.stig í boði. (Aðeins fæst stig ef giskað er á rétta mynd og réttan(n) leikara.)
Hvað er sameiginlegt með öllum þessum myndum? 3 stig.




QUIZ 11

Já þá er ég búinn að velja öll lögin á Topp 100 lagalistann minn og er búinn að raða niður topp 50. Listinn byrtist þegar allt er komið á hreint.

Ég hef ákveðið að gefa ykkur kost á að skora í Quiz-meistaranum með því að giska á hvernig top 3 lítur út hjá mér. 1 stig fæst fyrir réttan flytjanda og 1 stig fyrir rétt lag. Hægt er því að ná sér í 6 stig hérna. Þið verðið þó að giska á rétt sæti.

Giskið nú og nælið ykkur í stig í Quiz-Meistaranum .


QUIZ 12

Þetta quiz er pínu tengt TOP 100 listanum mínum. Réttara sagt top 10. Allavegna er spurt um heiti lags, heiti flytjanda og aukastig fæst fyrir að giska á rétt sæti þessa lags á top 10.

Ekki þarf að giska á rétt svar til að reyna að giska á í hvaða sæti þetta lag er á top 10. Allir mega giska á sætið og þeir sem ná því rétt fá allir stig.




QUIZ 13

Þetta verður pínu öðruvísi núna. Þetta er vísbendingaspurning og mun ég koma með vísbendingu á hverjum degi þar til rétt svar fæst. Hver og einn má giska einu sinni við hverja vísbendingu.

Spurt er um hljómsveit. 6 stig:

Hljómsveitin var stofnuð árið 1976 af fjórum skólastrákum.
Þeir hafa selt yfir 27 milljónir platna. Hljómsveitin hét fyrst tveim orðum en
droppuðu fyrra orðinu snemma en héldu svo seinna orðinu.

QUIZ 14

Ákvað að hafa vísbendingarspurningu aftur. Tókst aldrei að nota allar vísbendingarnar seinast svo ég reyni aftur. Ætti að vera aðeins erfiðara í þetta skiptið. Sem fyrr mun ég byrta vísbendingu hvern dag. Þið megið giska einu sinni við hverja vísbendingu svo notið giskið ykkar.


Spurt er um söngkonu. 6 stig.

Hún byrjaði ung á sínum tónlistarferli og hefur aðeins ein stjarna (sem byrjar
sinn feril svo ung) átt betra start með sinni fyrstu plötu. Fyrsta plata hennar
er heitir í höfuðið á henni.


QUIS 14 PART II

Já engum tókst að giska rétt í gær og ég reyni að hafa vísbendingarnar þannig að erfitt sé að finna þetta á Google enda hálfgert svindl að gera það. En núna meiga allir giska aftur og gangi ykkur vel elskurnar...

Spurt er um söngkonu. 5 stig.

Söngkonan gaf út hálf misheppnaða plötu árið 1997 og var hún
misheppnuð sökum þess að hjálp frá frægri hljómsveit lét lögin hljóma of
indie-lega, og það var hún ekki þekkt fyrir. Fyrsta smáskífa þeirrar plötu hét
nafni sem hún síðar breytti sökum fráhvarfi Díönu prinsessu. Hún ákvað að skíra
smáskífuna í höfuðið á sjálfri sér í staðin, fornafn og eftirnafn listakonunnar.





Dauðaspaðinn