Dauðaspaðinn
, Euro-Drykkju-Spilið, Vodka-Blow, Fuzzy Duck, 31, Brú, Íslandsmeistarareglur

Dauðaspaðinn:


Hvað er dauðaspaðinn. Sökum spurninga og sökum beiðni frá höfundum Dauðaspaðans ber mér skilda að útskýra hann svo ekki fari á milli mála hvað um er verið að ræða.

Það þurfa ekki allir að vera með í Dauðaspaðanum. Þeir sem ekki eru með eru hænur.
Þeir sem eru með verða að taka refsingunni sem búið er að ákveða fyrir. Ef maður tekur ekki út refsinguna verður maður rekinn úr partýinu.
Sá sem tapar hefur forgang á að velja hver næsta refsing verður. Hann má fá hjálp en hann velur svo hver refsingin er.

Sjálft spilið:
Settur er spilastokkur á borðið. Dregið er eitt spil og svo fremi það ekki er spaðaásinn þá á næsta persóna á vinstri hönd að draga. Svona gengur þetta þangað til einhver dregur DAUÐASPAÐANN (spaðaásinn).
Til eru útvíkkaðar reglur sem eru þannig að hver leikmaður má draga 1 til 5 spil í hvert skipti. Þannig geta hetjurnar í spilinu dregið 5 spil í hvert skippti og hænurnar færri.


Oft er nekt innifalinn í DAUÐASPAÐANUM.

Verði ykkur að góðu og nú er bara að byrja að æfa sig :)



Euro-Drykkju-Spilið

Það sem þarf að vera klárt fyrir útsendingu:


Hver og einn velur sér land til að halda með og verður viðkomandi að koma með fána landsins í partýið eða mála sig í framan í litum þjóðarinnar eða mæta í þjóðbúning landsins o.s.frv. (nóg að teikna fánann (eða prenta út) á A4 blað,
skiptir miklu máli að halda með landinu og sína það.)
Það eru nokkur staup-verðlaun/refsingar og því æskilegt að hópar taki sig saman og splæsi í stauplösku fyrir sinn hóp.

Reglur á meðan sögnl stendur yfir:

  • Þegar landið sem maður heldur með spilar verður maður að taka staup og að sjálfsögu að fagna stanslaust að loknu lagi.
  • Þegar uppáhaldslandið flytur má sá sem heldur með því gefa út jafnmarga sopa og fólkið á sviðinu telur.
  • Einföld Eurovisionhækkun: þegar einföld tónhækkun kemur fyrir í eurovisionlagi (öll dæmi gerð eurovision lög hafa svoleiðis) þá verða allir að standa upp og skála.
  • Tvöföld Eurovisionhækkun: Ef eurovision lag kemur með tónhækkun númer 2 þá verða allir að skála og drekka 5 sopa.
  • Þreföld Eurovisionhækkun eða meira: Ef eurovision lag kemur tónhækkun númer 3 eða fleiri þá verða allir að skála og klára úr glasinu sínu eða taka staup.
  • Þegar sést í geirvörtu í gegnum föt, þá þarf að drekka 4 sopa.
  • Þegar sést í bringuhár þá þarf að drekka 2 sopa.
  • Ef vindvél er notuð í atriðinu þurfa allir að drekka 2 sopa.
  • Ef kynnar segja brandara sem ENGIN hlær að þá eru það 3 sopar á alla.
  • Þegar kvenkyns kynnirinn skiptir um kjól (föt) þá þurfa allir drekka 2 sopa.
  • Allir skála þegar flytjandi daðrar við myndavélina.

  • ***Ef uppáhaldslandið ”brýtur” einhverjar af þessum reglum meðan það flytur þarf sá sem heldur með því að taka ”refsinguna” tvöfallt.

Reglur á meðan stigagjöf  stendur yfir:

  • Ef uppáhaldslandið fær 12 stig þá fær maður leyfi til að gefa 1. staup. (má að sjálfsögu gefa sjálfum sér staup).
  • Maður verður að taka staup þegar  uppáhaldslandið manns gefur stig.
  • Ef uppáhaldslandið gefur einhverju af hinum uppáhaldslöndunum 12 stig verða allir þeir að faðmast og skála saman stóran sopa.
  • Í hvert skipti sem uppáhaldslandið kemst í fyrsta sætið þurfa þeir að skála sem halda með því og taka stóran slurk.

Uppgjör. Þegar úrslit eru ljós:

  • Ef einhver er með uppáhaldslandið í fyrsta sæti á hann að gefa einum einstakling 12 sopa.
  • Annað sætið má gefa 8 sopa
  • Þriðja sætið 6 sopa
  • Fjórða sætið 4 sopa
  • Fimmta sætið 2 sopa
  • Lendi landið manns á milli 6 og 10 eru það 6 sopar á mann sjálfan(n)
  • Lendi maður milli 11 og 15 eru það 8 sopar
  • Lendi maður milli 16 og 20 eru það 12 sopar
  • Lendi maður milli 21 og 25 er það heill bjór eða fullt glas.
Við í Dauðaspaðanum
segjum góða og gleðilega Eurovision keppni.





Vodka-blow

a blowjob you will never forget... or will you

Til að geta spilað spilið þarf að hafa skotglas, spil og eitthvern vökva til að setja í skotglasið....helst vodka. Reglurnar eru eftirfarandi:
* Safnið saman fólki, helst 3-8 manns, kannski færra ef menn eru harðir eða meira ef áhugi er á því.
* Leggið bunkan af spilum á skotglasið( sem skal vera tómt )
* Sá sem er látinn byrja á að blása 1 eða fleiri spil af bunkanum.
* Síðan gerir sá sem er til vinstri það sama og svo koll af kolli
* Sá sem blæs seinasta spilil af þarf að drekka eitt staup
* Í næsta umgangi á sá sem tapaði að byrja


Aukareglur.
* Ef einhver spottar ás eða ása í spilunum sem einhver blés yfir þá er hans skylda að láta blásarann taka 1 stóran sopa fyrir hvern ás
* Ef einhver spottar spaðaásinn í spilunum sem einhver blés þá er hans skylda að láta blásarann taka hálft staup hið minnsta.

 


 

Fuzzy Duck

Dauðaspil vikunar heitir "fuzzy duck". Þetta spil spilaði ég stundum á 'Islandi og þótti það afar spennandi. Í þessum leik þarf engan spilastokk! Það er skemmtilegast að spila með 4-6 spilurum, finnst mér.

Reglurnar.
* Sá sem byrjar segir "Fuzzy Duck".
* Næsti til vinstri getur valið um að segja "Fuzzy Duck" eða "Does he". Ef hann segir Fuzzy Duck þá heldur hringurinn áfram og næsti gerir og hann fær sömu valmöguleika. Ef spilari segir "Does he" (duzzy) þá snýst hringurinn við og í stað "Fuzzy duck" segir maður "Ducky Fuzz"
*Duzzy snýr alltaf hringnum.
*Ef hringurinn fer sólarhringinn þá er sagt "Fuzzy duck"
*Ef hringurinn fer öfugann sólarhring þá er sagt "Ducky fuzz"
*Maður má aldrei segja það sama tvisvar í röð.

-Refsing fyrir að segja annað en maður á að segja er slurkur af bjór.
-Refsing fyrir að segja það sama tvisvar í röð er eitt stk skot, takk fyrir!


Njótið

 


 

31


Spilið er líkt 21 en med smá meiri drykkju. Ás er 11, mannspil eru 10 og hin spilin eru gildi tölunnar. Takmarkið er að fá sem næst 31 án þess að fara yfir.

Hver leikmaður fær 3 spil á borðið fyrir framan sig. 2 snúa niður og eitt snýr upp. Leikmaður má þó sjá þessi tvö spil. Sá sem byrjar dregur spil og setur við hliðina á hinum og á það að snúa upp (þ.e. ef hann vill annað spil). Svo gerir næsti og svona gengur þetta hring eftir hring þangað til einhver leikmaður bankar í borðið (það má gera hvenær sem er í spilinu). Þá þurfa allir leikmenn að taka eitt spil í viðbót og leggja við hliðina á hinum (líka sá sem bankaði). Dregið er í réttri röð.
Nú er spilið búið og stig talin. Sá sem er með fæst stig þarf að klára heilann bjór áður en næsta spil er búið. Takist það ekki er refsingin skot. Allir þeir sem eru yfir 31 þurfa að taka skot. Fái maður 31 má maður gefa 2 skot eða sagt tveim að drekka heilan bjór fyrir lok næsta spils.

PS. fái leikmaður 31 áður en nokkur bankar snýr hann við öllum spilunum og hrópar "you all suck". Þar með vann sá leikmaður og má hann deila út 3 skotum (eða allir taka skot, fer eftir hvað er til mikið af skotum).

Dauðaspaðinn segir góða skemmtun og góða helgi.



BRÚ

Við í dauðaspaðanum höfum verið svo busy að dauðaspilið kemur seint þessa vikuna. en hér er eitt sem ég hef prufað og maður verður fullur fljótt. Gott spil að byrja á.

Notaður er spilastokkur. Ás gildir 5, kóngur 4, drottning 3, gosi 2 og tía 1. Hin spilin hafa ekki gildi en eru samt með.

Tveir spila í einu og spilið gengur hratt. einn gefur og hinn er leikmaður.
Sett eru upp 7 spil á hvolfi hlið við hlið + tappi á milli spils 5 og 6. Það er brúin. (spil, spil, spil, spil, spil, tappi, spil, spil). Takmarkið er að snúa öllum spilum upp og vinna.

Byrja: Fyrsta spil er dregið. Ef það er 1-9 þá má draga næsta spil. ef það er 1-9 þá má draga næsta spil
Ef spil kemur upp sem hefur gildi t.d. drottning eru gefin 3 spil á hvolf. Fyrsta ofaná drottninguna og svo við hliðina á því. Svo byrjar maður aftast í bunkanum og reynir að klára öll spilin. Þannig að ef maður fær ás þá eru lögð niður 5 spil, ef maður fær svo strax aftur ás eru lögð niður 5 spil. Ef þetta gerist t.d. í byrjun snúa niður 15 spil allt í allt. Það er erfitt að komast yfir en samt hægt.

Ef leikmaður kemst í mark , þ.e. nær að snúa upp öllum spilum og seinasta spil er 1-9 þá þarf gjafarinn að drekka jafn marga sopa og gildi eru eftir í bunkanum. Þ.e. hann fer í gegnum bunkann og telur 10,J,Q,K,A. 1 sopi fyrir hverja 10, tveir sopar fyrir hvern J, 3 sopar fyrir hverja Q o.s.frv. (ef í stokknum er t.d. 3 tíur, 1 Kóngur og 2 Ásar eru soparnir 17 talsins).

Ef leikmaður kemst ekki í mark þegar stokkurinn er búinn þarf hann að drekka jafn marga sopa og gildi á þeim spilum sem enn eru á hvolfi. Þ.e. snýr við spilunum og telur á sama hátt og hér að ofan.

Tappinn (Brúin) má nota sem ýmist allir skála, eða að næsta spil á eftir segir til um hvort maður þurfi sjálfur að taka skot (svart spil) eða má gjafarinn tekur skot (rautt spil). Það verður að fara yfir brúnna til að ná í 2 seinustu spilin.

Þegar spilið er búið taka næstu tveir við. Allir verða að gefa einu sinni og vera leikmaður einu sinni þannig að hver einstaklingur spilar 2svar.

Góða skemmtun.

 



Borðfótbolti

Sá sem býður í verandi Íslandsmeistara þarf að borga leikinn.
Tekist er í hendur og skálað fyrir verandi Íslandsmeistara.
Eftir hvert mark skorað er skálað og því þarf að sjá til þess að báðir keppendur séu með nægar veigar til að endast leikinn.
Skipt er um leikmenn í hálfleik. Fer eftir fjölda bolta í spilinu hvenær hálfleikur er. Séu boltar td. 11 er skipt eftir að samanlög mörk skoruð hafa náð 6.
Sá sem tapar leiknum þarf að bjóða sigurvegaranum bjór. Tapi Íslandsmeistarinn má hann kaupa ódýrasta bjór á barnum. Tapi áskorandinn má Íslandsmeistarinn velja sér hvaða bjór á barnum sem er. (Oft velur hann ódýrasta til að setja skólafólk ekki á hausinn).
Ekki má bjóða aftur í Íslandsmeistara nema búið sé að borga honum bjórinn sem hann á inni.

POOL

Sá sem býður í verandi Íslandsmeistara þarf að borga leikinn.
Tekist er í hendur og skálað fyrir verandi Íslandsmeistara.
Semja skal um reglur áður en leikur hefst. T.d. hvort skjóta eigi áttunni í andstætt horn í lokinn. Ef sættir nást ekki þá ræður verandi Íslandsmeistari reglunum.
Sá sem tapar leiknum þarf að bjóða sigurvegaranum bjór. Tapi Íslandsmeistarinn má hann kaupa ódýrasta bjór á barnum. Tapi áskorandinn má Íslandsmeistarinn velja sér hvaða bjór á barnum sem er. (Oft velur hann ódýrasta til að setja skólafólk ekki á hausinn).
Ekki má bjóða aftur í Íslandsmeistara nema búið sé að borga honum bjórinn sem hann á inni.


Home