Núna:

MSK 2013 lokið.

1. umferð lokið

Þá eru útreikningar fyrir fyrstu umferð lokið.

Þar sem ég gleymdi einu lagi þá mun sá þátttakandi fá 1 stig fyrir þá umferð og vera með héðan í frá. Þess vegna mun ég ekki segja hver var með hvaða lag svo það komi ekki alveg í ljós strax hver það var sem ég gleymdi.

En þá erum við orðin 25 sem tökum þátt og því mun verða einn 4 laga riðill það sem eftir er af riðlakeppninni. Í þeim riðli á að gefa besta laginu 3 stig, versta laginu 0 stig en hinum tveim í miðjunni á að gefa báðum 1 stig. Sem sé 3 - 1 - 1 - 0.

Nú allir skiluðu inn stigum og allir skiluðu inn lögum (þó svo að sumir hefðu alveg mátt skila aðeins fyrr ;) )

Nú til að útskýra stigagjöfina að þá mun sá sem vann riðilinn sinn fá 3 stig í heildarkeppninni. Sá sem var annar fær 1 stig en sá sem tapaði ekki neitt. Þannig verður mest hægt að skora 9 stig í þessum þrem umferðum í riðlakeppninni.

Þeir 8 þátttakendur sem eru efstir eftir 3 umferðir fara áfram í úrslitarimmuna. Þar er útsláttarkeppni og fyrst eru það 8 lög sem keppa. Síðan 4 og loks 2 lög. Það eru sem sé 3 umferðir í riðlakeppni og svo 3 umferðir í úrslitum (en þar eru lögin mun færri og fljótlegt að gefa stig).

En að úrslitum í 1. umferð.

Smellið á Staðan hér til vinstri til að sjá stöðuna eins og hún er núna.

Smellið á Staðan hér til vinstri til að sjá stöðuna eins og hún er núna.

 

1. umferð - Lögin

Hér að neðan má sjá öll lögin sem þátttakendur völdu til leiks. Lögin eru þrjú og þrjú saman í riðli. Lögin keppa hvort við annað innan riðilsins. Þannig gefið þið besta laginu í riðlinum 3 stig. Það lag sem er næst best fær 1 stig og loks lélegasta laginu gefið þið 0 stig.

Hægt er að hlusta á lögin með því að smella á þau hér að neðan. En einnig er hægt að sækja öll lögin í einu sem zipzip skrá og hlusta á þau í hvaða spilara sem þið óskið ykkur. Lögin fá nöfnin 1A1, 1A2, 1A3 fyrir riðil A (1=umferð 1, A=riðill A, 1=lag nr 1 í riðli). 1B1, 1B2, 1B3 fyrir næsta riðil o.s.frv.

ATH að gefa einu lagi í hverjum riðli 3 stig, einu lagi 1 stig og einu lagi 0 stig. Reynið nú ekki að klúðra því en stigakerfið er nefnilega gallað að því leiti að þið gætuð óvart gefið tveim lögum 3 stig í sama riðli en endilega ekki gera neina svoleiðis vitleysu... OK???...

ATH Það má gefa sínu eigin lagi stig og auðvitað er lítið vit í öðru en að gera það þar sem mótspilarinn mun pottþétt gefa sínu lagi stig.

ATH þeir sem ekki gefa stig fá engin stig.

Þið fáið tölvupóst með tengli og lykilorði um hvar atkvæðagreiðslan fer fram.

 

A - riðill

B - riðill

C - riðill

D - riðill

E - riðill

F - riðill

G - riðill

H - riðill

zip
Sækið ZIP skránna hér

miklu einfaldara :)

 

1. umferð - Soundtrack

Valdís sem vann MSK árið 2011 fékk aldrei verðlaunin sín, að velja fyrsta þema í MSK 2012, þar sem ég ætlaði að hafa tvær keppnir það árið. Hún fær því að velja fyrsta þemað í ár. Þemað fyrir fyrstu umferð er svona:

Skráning / þátttaka

Deadline til að skrá sig til leiks og senda inn lag er þriðjudagurinn 7. maí kl 18:00

Þegar þið sendið inn lagið ykkar þá sendið þið inn eftirfarandi upplýsingar á hawkhalf@gmail.com