Núna:

MSK 2013 lokið.

Niðurstaða í undanúrslitum

Það kom að því að eftir væru bara tveir. Nú sé ég enga ástæðu til að fela nöfnin þeirra lengur (reyndar fattaði ég aldrei af hverju ég var með leyninöfnin :D ). Þessir tveir snillingar sem eru vinnufélagar mínir eru komnir í úrslitin og þeir komust áfram með þessi lög. Þess má geta að Einar Valur hefur titil að verja og væri það í fyrsta skipti sem einhver vinnur online keppnina tvö ár í röð. Gaui frændi náði þó að vinna tvisvar í röð en það var partý MSK og svo online:

 

Logo Anonymous pago
Leyninafn Anonymous pago
Nafn Sigurður Örn Magnason (Siggi Som) Einar Valur Gunnarsson
Lag 1. umferð (mest hægt að fá 75 stig) Marilyn Manson - Sweet Dreams (1. sæti - 46 stig) Eddie Vedder - Hard Sun (1. sæti - 42 stig)
Lag 2. umferð (mest hægt að fá 75) Jack White - Love Interruption (2. sæti - 35 stig) Bon Iver - Skinny love (2. sæti - 29 stig)
Lag 3. umferð (mest hægt að fá 66) Depeche Mode - I Feel You (1. sæti - 39 stig) The Prodigy - Smack My Bitch Up (1. sæti - 33 stig)
8 laga úrlsit (19 atkvæði) Smashing Pumpkins - Tonight, Tonight (12 atkvæði) Nirvana - Where did you sleep last night? (13 atkvæði)
Undanúrslit (18 atkvæði) Ásgeir Trausti - Sumargestur (15 atkvæði) Jimmy Cliff - I Can See Clearly Now (10 atkvæði)

 

Svona fóru bardagarnir:

 

Þessir duttu út í þessari umferð og lentu í þessum sætum:

Sæti:

3

4

Logo: Hot&Cold mússímússí
Leyninafn: Hot&Cold mússímússí
Nafn: Berglind Rut Valgeirsdóttir Guðjón Rúnar Emilsson (Gaui frændi)
Flytjandi lags: Cure Janis Joplin
Lag: 5A1 - The Last Day of Summer 5B1 - Summertime
Atkvæði: 8 (6 stig í riðlakeppni) 3 (6 stigí riðlakeppni)

 

 

4 laga úrslit - Lögin

Sumarþemað var að vefjast smá fyrir fólki enda kannski ekki eins auðvelt að finna lag um sumar eins og það lítur út fyrir að vera.

Þannig voru tveir þátttakendur óvissir um lög sem þeir vildu senda inn, en þau lög komust ekki í gegnum síuna og því völdu þeir önnur lög.

Upp kom sú staða að tveir þátttakendur völdu sama lagið. Ég bauð viðkomandi (sem sendi síðar inn) að koma með nýtt lag eða nota sama lag. Sem betur fer ákvað viðkomandi að senda nýtt lag. Ég í raun gleymdi að segja þátttakendum að í úrlistarimmunum þrem að þá fær sá lagið sem fyrst sendir það inn og verður það þannig í úrslitunum.

En hér eru lögin. ATH að þeim var raðað upp af handahófi eins og venjulega.

A - riðill

B - riðill

zip
Sækið ZIP skránna hér

 

Þemað fyrir úrslitaviðureignina eru solo-söngvarar sem áður voru í þekktri hljómsveit. Það eru auðvitað bara tveir þátttakendur sem þurfa að senda það lag inn en um að gera fyrir alla 4 að byrja að velja því tíminn er naumur. Sjá nánar um þemað á síðunni fyrir viðureignina.

Deadline til að senda inn stig fyrir þessa umferð er á mánudag kl 18:00

Deadline til að senda inn lag fyrir úrslitin er svo á þriðjudag kl 18:00

4 laga úrslit - Þema: Sumar

Þið fáið strax að vita hvaða þema er fyrir næstu umferð og þið 8 sem eruð í úrslitum eru velkomin að senda þau til mín strax til að koma því frá. En einungis 4 ykkar komast áfram.

Deadline til að senda inn stig fyrir 8 laga úrslit er á FIMMTUDAGINN kl 18:00.

Síðan er deadline til að senda inn lag fyrir 4 laga úrslit á Föstudaginn kl 18:00.

Þemað er: Sumar

ATH að deadline til að senda inn stig er á fimmtudag kl 18 en að senda inn næsta lag er á föstudag kl 18.